Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 16:17 Cody Gakpo var frábær á HM og er nú á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. Þó ekki til Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira