Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 16:42 Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“ Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“
Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06