Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. desember 2022 20:45 Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Ómar fékk 615 atkvæði og var efstur á þrjátíu af 31 atkvæðaseðli í ár. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi. Í 2. sæti í kjörinu varð Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska fótboltalandsliðsins. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu. Alls munaði 339 atkvæðum á Ómari og Glódísi en aldrei í 68 ára sögu kjörsins hefur munað meiru á Íþróttamanni ársins og þeim sem endar í 2. sæti. Ómar Ingi tekur við verðlaununum.Vísir/Hulda Margrét Ómar átti magnað ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var markakóngur EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Ómar var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næstmarkahæsti leikmaður hennar. Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 4. sæti í kjörinu í ár og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í því fimmta. Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1 Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut nafnbótina fjórum sinnum (2002, 2003, 2008, 2009). Þetta er í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022). Alls 31 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust tuttugu stig, fyrir 2. sæti fengust fimmtán stig og fyrir 3. sæti tíu. Fjórða sætið gaf sjö stig, 5. sætið sex stig og svo koll af kolli.
Íþróttamaður ársins 2022 – stigin 1.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615 2.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 3.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273 4.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172 5.Anton Sveinn McKee, sund – 164 6.Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136 7.Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85 8.Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73 9.Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65 10.Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50 13. Snorri Einarsson, skíði – 43 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43 15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30 16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26 17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24 18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19 19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9 Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9 21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6 22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5 25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3 26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2 27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Tengdar fréttir Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41 Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36 Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Karlalið Vals lið ársins Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:41
Þórir þjálfari ársins annað árið í röð Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. 29. desember 2022 20:36
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. 29. desember 2022 20:26