„Ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 21:31 Ómar ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, var í kvöld valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45