Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2022 00:29 Andrew Tate er mjög svo umdeildur. Skjáskot Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira