Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 23:34 Alls voru 45 skotnir til bana á árinu 2021 í Svíþjóð. Árið 2022 létust 63 í slíkum árásum. EPA Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51