Lífið

Stapp­fullt í ræktinni á mánu­degi allra mánu­daga

Ólafur Björn Sverrisson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class.
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class. vísir/egill

Á nýju ári er algengt að fólk setji sér markmið og strengi áramótaheit um að mæta vel í ræktina. Langflestir byrja af krafti sem sannast við heimsókn í líkamsræktarstöð á fyrsta mánudegi ársins.

Það var það sem Sigurður Orri, fréttamaður Stöðvar 2 gerði og ræddi við Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class í kvöldfréttum:

„Það er búið að vera nóg að gera og ég held að fólk sé spennt að komast aftur í rútínu eftir hátíðarnar. Það er svona þegar það er kalt og dimmt úti þá vill fólk vera inni í hlýjunni, orkunni og stemningunni sem er núna í heilsuræktarstöðvum,“ segir Birgitta Líf.

Algengt er að fólk byrji af krafti en svo þverri sá kraftur eftir því sem líður á árið. Birgitta ráðleggur fólki því að setja sér raunhæf markmið og fara ekki of geyst af stað. 

„Það er líka gott fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref að skoða úrvalið af námskeiðum sem við erum með þar sem fólk æfir með þjálfara. Það er til dæmis eitthvað sem gæti virkað.“

Hún segist sjálf hafa strengt það áramótaheit að vera duglegri að borða fisk. „Ég var einmitt að klára að borða fisk í raspi á fyrsta mánudegi ársins,“ segir Birgitta að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.