Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum.
Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið.
Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix
— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023
Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld.
„Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola.
„Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola.
„Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola.
"I have the feeling he can do better"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022
Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp
Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans.
„Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola.