Guardiola ætlar ekki að biðja Haaland um að róa sig inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 17:00 Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Everton en fyrir framan hann er Ben Godfrey, varnarmaður Everton, sem virtist komast inn í hausinn á honum. AP/Tim Goode Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á sínu fyrsta tímabili með Manchester City liðinu en í jafntefli á móti Everton um síðustu helgi var eins og hann missti hausinn eftir samskipti varnarmann Everton. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti