„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2023 11:20 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei
Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira