Ljósleiðaradeildin í beinni: Blikar geta blandað sér í toppbaráttuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 19:04 Leikir kvöldsins. Þrettánda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Við hefjum leik klukkan 19:30 þegar ríkjandi meistarar í Dusty mæta Ten5ion. Dusty þarf á sigri að halda til að jafna topplið Atlantic Esports að stigum, en Ten5ion vann sína fyrstu leiki á tímabilinu í seinustu tveimur umferðum og lyfti sér þar með upp af botni deildarinnar. Þá mætast Breiðablik og LAVA klukkan 20:30 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Breiðablik getur jafnað Dusty að stigum með sigri, að því gefnu að Dusty tapi sínum leik, og blandað sér þar með að einhverju leyti í toppbaráttuna. LAVA er þó ekki langt undan og liðið getur komið sér upp að hlið Breiðabliks í töflunni með sigri. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni á Stöð 2 eSports, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti
Við hefjum leik klukkan 19:30 þegar ríkjandi meistarar í Dusty mæta Ten5ion. Dusty þarf á sigri að halda til að jafna topplið Atlantic Esports að stigum, en Ten5ion vann sína fyrstu leiki á tímabilinu í seinustu tveimur umferðum og lyfti sér þar með upp af botni deildarinnar. Þá mætast Breiðablik og LAVA klukkan 20:30 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Breiðablik getur jafnað Dusty að stigum með sigri, að því gefnu að Dusty tapi sínum leik, og blandað sér þar með að einhverju leyti í toppbaráttuna. LAVA er þó ekki langt undan og liðið getur komið sér upp að hlið Breiðabliks í töflunni með sigri. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni á Stöð 2 eSports, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti