Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 12:22 Joao Felix leikur í Lundúnum út leiktíðina. Heimasíða Chelsea Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir) Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira