Ólyktin sem olli íbúum í Hafnarfirði ógleði á rætur að rekja til Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:43 Bensínstöð Costco í Kauptúni í Garðabæ. Vísir/Hanna Bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco í Kauptúni í Garðabæ olli ólykt í vesturhluta Hafnarfjarðar í desember. Lyktin barst meðal annars upp úr niðurföllum og sturtubotnum íbúða í hverfinu. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, staðfesti við Vísi þann 22. desember að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ sagði Hörður. Í minnisblaði umhverfis - og veitustjóra Hafnarfjarðar til umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að um minniháttarfrávik væri að ræða. Reglulega komi slíkar kvartanir sem megi rekja til nágranna sem þrífi bíla sína eða annað í bílskúrum. Fljótlega hafi komið í ljós að málið var alvarlegra en svo og starfsfólk fráveitu og heilbrigðiseftirlits bæjarins farið að skoða orsök. Óeðlilegt magn í olíuskilju Brunnlok voru opnuð til að athuga hvort um olíubrák væri að ræða og verktaki fenginn til að skola kerfið með vatni. Þá voru lagnir myndaðar. Eftir nokkurn tíma kviknaði grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfinu í Garðabæ sem er að hluta tengt inn á kerfi Hafnfirðinga. Starfsmenn Garðabæjar hafi brugðist hratt við, lagst í sambærilega vinnu og fundið út að bilun hefði orðið í hreinsibúnaði Costco bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Heilbrigðiseftirlitið hafi fundað með fulltrúum Costco og krafist skýringa á því hvers vegna svo mikill leki hafi verið úr olíutönkum og það ekki komið fram í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi félagsins. Ljóst sé að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að. „Olíuskiljur eiga að tryggja að olíuefni eiga ekki að berast í frárennsli og minni háttar olía sem fer niður við ádælingu á að safnast í olíugildrurnar sem tæmdar eru með reglubundnum hætti. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins hefur sjálfvirkur viðvörunarbúnaður í viðkomandi olíuskilju verið óvirkur frá 9. desember og er það óásættanlegt að ekki hafi verið farið í lagfæringu á þeim búnaði þegar í stað,“ segir í minnisblaðinu. Endurheimta kostnað til Garðabæjar Heilbrigðiseftirlitið hafi gert kröfu um að fylgst verði með olíuskiljum á tveggja vikna fresti þar til skýringar hafa verið lagðar fram hvers vegna viðvörunarbúnaður virkaði ekki í samræmi við kröfur né misræmi á birgðastöðu hafi vakið athygli fyrirtækisins á að leki hafi verið frá stöðunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur falið umhverfis- og veitustjóra að endurheimta kostnað við aðgerðirnar til Garðabæjar og tilkynna slysið til Umhverfisstofnunar. Minnisblaðið má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Lyktarmengun_-_minnisblaðPDF47KBSækja skjal Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, staðfesti við Vísi þann 22. desember að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ sagði Hörður. Í minnisblaði umhverfis - og veitustjóra Hafnarfjarðar til umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að um minniháttarfrávik væri að ræða. Reglulega komi slíkar kvartanir sem megi rekja til nágranna sem þrífi bíla sína eða annað í bílskúrum. Fljótlega hafi komið í ljós að málið var alvarlegra en svo og starfsfólk fráveitu og heilbrigðiseftirlits bæjarins farið að skoða orsök. Óeðlilegt magn í olíuskilju Brunnlok voru opnuð til að athuga hvort um olíubrák væri að ræða og verktaki fenginn til að skola kerfið með vatni. Þá voru lagnir myndaðar. Eftir nokkurn tíma kviknaði grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfinu í Garðabæ sem er að hluta tengt inn á kerfi Hafnfirðinga. Starfsmenn Garðabæjar hafi brugðist hratt við, lagst í sambærilega vinnu og fundið út að bilun hefði orðið í hreinsibúnaði Costco bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Heilbrigðiseftirlitið hafi fundað með fulltrúum Costco og krafist skýringa á því hvers vegna svo mikill leki hafi verið úr olíutönkum og það ekki komið fram í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi félagsins. Ljóst sé að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að. „Olíuskiljur eiga að tryggja að olíuefni eiga ekki að berast í frárennsli og minni háttar olía sem fer niður við ádælingu á að safnast í olíugildrurnar sem tæmdar eru með reglubundnum hætti. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins hefur sjálfvirkur viðvörunarbúnaður í viðkomandi olíuskilju verið óvirkur frá 9. desember og er það óásættanlegt að ekki hafi verið farið í lagfæringu á þeim búnaði þegar í stað,“ segir í minnisblaðinu. Endurheimta kostnað til Garðabæjar Heilbrigðiseftirlitið hafi gert kröfu um að fylgst verði með olíuskiljum á tveggja vikna fresti þar til skýringar hafa verið lagðar fram hvers vegna viðvörunarbúnaður virkaði ekki í samræmi við kröfur né misræmi á birgðastöðu hafi vakið athygli fyrirtækisins á að leki hafi verið frá stöðunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur falið umhverfis- og veitustjóra að endurheimta kostnað við aðgerðirnar til Garðabæjar og tilkynna slysið til Umhverfisstofnunar. Minnisblaðið má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Lyktarmengun_-_minnisblaðPDF47KBSækja skjal
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05