Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 23:57 LHS 475 b er í „einungis“ 41 ljósárs fjarlægð. NASA, ESA, CSA, Leah Hustak (STScI) Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira