Arsenal með átta stiga forskot eftir sigur í grannaslagnum 15. janúar 2023 18:25 Hugo Lloris horfir á eftir boltanum í netið eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leiknum. Vísir/Getty Arsenal er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt nágranna sína í Tottenham 2-0 á útivelli í dag. Arsenal fór inn í leikinn í dag með það bakvið eyrað að keppinautar þeirra á toppnum, Manchester City, hefði tapað í gær og því möguleiki á að auka forskotið á toppnum. Tottenham var hins vegar 5.sæti fyrir leikinn og þurfti stig til að missa ekki liðin fyrir ofan sig of langt frá sér. Leikurinn fór ekki sérstaklega vel af stað fyrir heimamenn. Á 14.mínútu komst Bukayo Saka upp að endamörkum. Sending hans fyrir markið breytti örlítið um stefnu af varnarmanni en boltinn fór þó beint á Hugo Lloris í markinu sem á einhvern ótrúlegan hátt tókst að slá boltann í eigið net. 1 - Hugo Lloris has scored an own goal for the first time in his 354-game Premier League career. Typical. pic.twitter.com/WTYl9GTOGi— OptaJoe (@OptaJoe) January 15, 2023 Afskaplega klaufalegt sjálfsmark hjá Frakkanum sem hefur legið undir gagnrýni að undanförnu. Arsenal tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Martin Odegaard skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Staðan í hálfleik 2-0. Tottenham byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og Aaron Ramsdale varði í tvígang vel í marki Arsenal þegar Tottenham reyndi að minnka muninn. Það tókst þó ekki og Arsenal vann góðan 2-0 sigur í þessum Norður-Lundúnaslag. Enski boltinn
Arsenal er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt nágranna sína í Tottenham 2-0 á útivelli í dag. Arsenal fór inn í leikinn í dag með það bakvið eyrað að keppinautar þeirra á toppnum, Manchester City, hefði tapað í gær og því möguleiki á að auka forskotið á toppnum. Tottenham var hins vegar 5.sæti fyrir leikinn og þurfti stig til að missa ekki liðin fyrir ofan sig of langt frá sér. Leikurinn fór ekki sérstaklega vel af stað fyrir heimamenn. Á 14.mínútu komst Bukayo Saka upp að endamörkum. Sending hans fyrir markið breytti örlítið um stefnu af varnarmanni en boltinn fór þó beint á Hugo Lloris í markinu sem á einhvern ótrúlegan hátt tókst að slá boltann í eigið net. 1 - Hugo Lloris has scored an own goal for the first time in his 354-game Premier League career. Typical. pic.twitter.com/WTYl9GTOGi— OptaJoe (@OptaJoe) January 15, 2023 Afskaplega klaufalegt sjálfsmark hjá Frakkanum sem hefur legið undir gagnrýni að undanförnu. Arsenal tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Martin Odegaard skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Staðan í hálfleik 2-0. Tottenham byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og Aaron Ramsdale varði í tvígang vel í marki Arsenal þegar Tottenham reyndi að minnka muninn. Það tókst þó ekki og Arsenal vann góðan 2-0 sigur í þessum Norður-Lundúnaslag.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti