Manúela fékk heilablóðfall um jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. janúar 2023 16:16 Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk)
Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira