„Hræðilegt á að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 08:00 Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik í gær og bað þá afsökunar. Vísir/Getty Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“ Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira