Vill banna kvendómara á HM karla Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 08:31 Systurnar Julie og Charlotte Bonaventura dæmdu á HM karla árið 2017 og eru enn að. Getty/Slavko Midzor Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira