Langlífir og hamingjusamir en um leið methafar í lyfjanotkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 20:00 Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir segir brýnt að skoða hvað valdi því að Íslendingar setja hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Á sama tíma sé langlífi og hamingja mikil hér samanborið við önnur lönd. Vísir/Arnar Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma. Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum. Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum.
Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira