Mætir heim til fólks og skapar list beint á veggina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. janúar 2023 11:31 Listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Skýjamyndir í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 19. janúar klukkan 17:00. Eyþór Árnason „Ég hef alltaf upplifað mikla ró við það að horfa til himins,“ segir listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýninguna Skýjamyndir í Gallerí Gróttu á morgun. Á sýningunni verða yfir 40 verk sem Unnar Ari hefur unnið á mismunandi miðla á borð við krossvið og flashe, pappír, hör og akríl. Hann útskrifaðist árið 2013 frá Florence University of Arts á Ítalíu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga, bæði hér heima sem og erlendis. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Síbreytileg ský Unnar hefur verið þekktur fyrir málverk sem hann gerir af hringjum og segir hann fólk gjarnan rýna í verkin og spyrja hann hvað liggur að baki þeim. „Til dæmis er mikið af fólki sem spyr mig hvort þetta sé tungl eða sól eða hvað þetta tákni. Ég titla myndirnar Hringur því fyrir mér er myndin bara það.“ Unnar Ari við störf.Hörður Sveinsson Síðasta sýning sem Unnar Ari hélt var í Gallerí Port og segist hann mikið hafa velt fyrir sér litapallettu hafsins fyrir það. „Svo langaði mig til að mála himininn, en samt ekki himininn, og hugsa svolítið um þessa litapallettu þar. Til dæmis hvað eitt ský getur verið ótrúlega breytilegt. Þess vegna ákvað ég að skíra þetta Skýjamyndir, því þetta eru einfaldlega bara skýjamyndir.“ Skýin heilla Unnar Ara en á minni verkum sýningarinnar eru skýin máluð beint á strigann.Unnar Ari Hver er tilgangur flatarins? Á sýningunni leikur Unnar Ari sér með fjölbreyttar útfærslur og takmarkar sig ekki við mynd í ramma. „Ég hef mikið verið að leika mér með hugmyndina um hvað sé ramminn og hvað sé þessi flötur sem maður er að mála á. Á einum vegg verða þrjátíu litlar myndir með mismunandi litum á borð við appelsínugulan, bláan og fjólubláan sem standa svolítið fyrir himininn og sólsetur. Svo er ég með nokkrar svolítið stærri myndir, í kringum 100 x 100 cm. Þar er ég að prófa að mála grunnflötinn beint á vegginn og ofan á það kemur útskorin tréplata sem er skýið. “ Því má segja að hugtakið veggjalist fái hér nýja merkingu. Stærri skýjamyndir Unnars Ara fá eins konar þrívíða mynd á sig. Grunnflöturinn er málaður á vegginn og svo er skýið gert úr við.Unnar Ari Unnar Ari starfar líka sem grafískur hönnuður og segir að á því sviði þurfi hann mikið að hugsa um ákveðnar stærðir sem eru alltaf bundnar við ákveðinn ramma. „Það er svolítið það sem ég er að pæla í, hvaða tilgangi þessi flötur sem maður setur verkið á gegnir. Hvort sem það er sett upp á vegg, í blaðið eða í sjónvarpið. Ef ég mála beint á vegg þá er veggurinn orðinn hluti af verkinu.“ Hann hefur svo séð fyrir sér að geta mætt heim til fólks sem festir kaup á þessum stærri verkum og málað grunnfleti á veggi hjá þeim. Skýið kemur svo ofan á það. „Ef fólk flytur þá myndi ég bara koma aftur.“ Himininn veitir enn ró Eins og áður segir hefur Unnar Ari alltaf fundið mikla ró við það að horfa til himins og þá sérstaklega að upplifa það hvernig himininn getur verið eins og síbreytilegt málverk. „Ég man þegar ég var svona fimmtán ára þá var mamma stressuð yfir einhverju og ég sagði við hana að hún ætti að prófa að horfa bara á himininn og finna ró út frá því. Þá svaraði hún mér eitthvað í þá áttina að segja bíddu þangað til þú ert orðinn fullorðinn til að segja þetta, eins og það væri ekki hægt að róast við það eftir að maður eldist. En ég er orðinn fullorðinn og það er enn þannig að himininn veitir mér þessa ró. Nú er ég alltaf með dóttur minni að skoða skýin og litina.“ „Skýjamyndir eru skýjamyndir“ Í sýningartexta Unnars stendur meðal annars: „Skýjamyndir eru skýjamyndir.Brot af heilum himni.Sneiðmynd af okkar eigin sjónarhorniupp í geim af hreinum litum og formum.Fantasíur og draumar.Ský sem styðja hvort við annað,vaxa og dafna á meðan að við útréttum.Verkin eru skipulögð í kringum hvort annað en rýmið stjórnar vindáttinni.Fletirnir á veggjunum skipa skýin sem sameinast í heilum himni.“ Eyþór Árnason Unnar Ari vinnur verkin sín mikið í seríum þar sem myndirnar eru búnar til í kringum hver aðra. Síðastliðna sex mánuði hefur hann verið að undirbúa Skýjamyndir. Sýningin stendur til 11. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á sýningunni verða yfir 40 verk sem Unnar Ari hefur unnið á mismunandi miðla á borð við krossvið og flashe, pappír, hör og akríl. Hann útskrifaðist árið 2013 frá Florence University of Arts á Ítalíu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga, bæði hér heima sem og erlendis. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Síbreytileg ský Unnar hefur verið þekktur fyrir málverk sem hann gerir af hringjum og segir hann fólk gjarnan rýna í verkin og spyrja hann hvað liggur að baki þeim. „Til dæmis er mikið af fólki sem spyr mig hvort þetta sé tungl eða sól eða hvað þetta tákni. Ég titla myndirnar Hringur því fyrir mér er myndin bara það.“ Unnar Ari við störf.Hörður Sveinsson Síðasta sýning sem Unnar Ari hélt var í Gallerí Port og segist hann mikið hafa velt fyrir sér litapallettu hafsins fyrir það. „Svo langaði mig til að mála himininn, en samt ekki himininn, og hugsa svolítið um þessa litapallettu þar. Til dæmis hvað eitt ský getur verið ótrúlega breytilegt. Þess vegna ákvað ég að skíra þetta Skýjamyndir, því þetta eru einfaldlega bara skýjamyndir.“ Skýin heilla Unnar Ara en á minni verkum sýningarinnar eru skýin máluð beint á strigann.Unnar Ari Hver er tilgangur flatarins? Á sýningunni leikur Unnar Ari sér með fjölbreyttar útfærslur og takmarkar sig ekki við mynd í ramma. „Ég hef mikið verið að leika mér með hugmyndina um hvað sé ramminn og hvað sé þessi flötur sem maður er að mála á. Á einum vegg verða þrjátíu litlar myndir með mismunandi litum á borð við appelsínugulan, bláan og fjólubláan sem standa svolítið fyrir himininn og sólsetur. Svo er ég með nokkrar svolítið stærri myndir, í kringum 100 x 100 cm. Þar er ég að prófa að mála grunnflötinn beint á vegginn og ofan á það kemur útskorin tréplata sem er skýið. “ Því má segja að hugtakið veggjalist fái hér nýja merkingu. Stærri skýjamyndir Unnars Ara fá eins konar þrívíða mynd á sig. Grunnflöturinn er málaður á vegginn og svo er skýið gert úr við.Unnar Ari Unnar Ari starfar líka sem grafískur hönnuður og segir að á því sviði þurfi hann mikið að hugsa um ákveðnar stærðir sem eru alltaf bundnar við ákveðinn ramma. „Það er svolítið það sem ég er að pæla í, hvaða tilgangi þessi flötur sem maður setur verkið á gegnir. Hvort sem það er sett upp á vegg, í blaðið eða í sjónvarpið. Ef ég mála beint á vegg þá er veggurinn orðinn hluti af verkinu.“ Hann hefur svo séð fyrir sér að geta mætt heim til fólks sem festir kaup á þessum stærri verkum og málað grunnfleti á veggi hjá þeim. Skýið kemur svo ofan á það. „Ef fólk flytur þá myndi ég bara koma aftur.“ Himininn veitir enn ró Eins og áður segir hefur Unnar Ari alltaf fundið mikla ró við það að horfa til himins og þá sérstaklega að upplifa það hvernig himininn getur verið eins og síbreytilegt málverk. „Ég man þegar ég var svona fimmtán ára þá var mamma stressuð yfir einhverju og ég sagði við hana að hún ætti að prófa að horfa bara á himininn og finna ró út frá því. Þá svaraði hún mér eitthvað í þá áttina að segja bíddu þangað til þú ert orðinn fullorðinn til að segja þetta, eins og það væri ekki hægt að róast við það eftir að maður eldist. En ég er orðinn fullorðinn og það er enn þannig að himininn veitir mér þessa ró. Nú er ég alltaf með dóttur minni að skoða skýin og litina.“ „Skýjamyndir eru skýjamyndir“ Í sýningartexta Unnars stendur meðal annars: „Skýjamyndir eru skýjamyndir.Brot af heilum himni.Sneiðmynd af okkar eigin sjónarhorniupp í geim af hreinum litum og formum.Fantasíur og draumar.Ský sem styðja hvort við annað,vaxa og dafna á meðan að við útréttum.Verkin eru skipulögð í kringum hvort annað en rýmið stjórnar vindáttinni.Fletirnir á veggjunum skipa skýin sem sameinast í heilum himni.“ Eyþór Árnason Unnar Ari vinnur verkin sín mikið í seríum þar sem myndirnar eru búnar til í kringum hver aðra. Síðastliðna sex mánuði hefur hann verið að undirbúa Skýjamyndir. Sýningin stendur til 11. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01
„Það tengja allir við sína sundlaug“ Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. 30. apríl 2022 07:01