Elliott skaut Liverpool í fjórðu umferð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. janúar 2023 21:44 Harvey Elliott reyndist hetja Liverpoolmanna í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins er Liverpool tryggði sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins með 1-0 útisigri gegn Wolves í kvöld. Liðin mættust fyrir tíu dögum og gerðu þá 2-2 jafntefli á Anfield og því þurftu þau að mætast á nýjan leik í kvöld til að skera úr um hvort þeirra kæmist í fjórðu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims. Það var nokkuð skrautleg byrjun á leiknum þegar Adama Traore var við það að senda boltann inn á teig utan af hægri kanti eftir rúmlega 30 sekúndna leik, en í þann mund sem hann ætlaði að senda boltann slökknuðu öll ljós á vellinum og fáir, ef einhverjir, sem sáu hvar sendingin endaði. The lights went out just before Adama Traoré whipped in this cross against Liverpool. The magic of the FA Cup 😅 pic.twitter.com/KV6tSzTHei— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2023 Þetta urðu sem betur fer einu tæknilegu örðuleikar kvöldsins og leikurinn hélt áfram sinn vanagang. Það tók gestina í Liverpool ekki nema tæpar 13 mínútur að brjóta ísinn þegar Harvey Elliott boltann á miðlínunni og fékk að hlaupa óáreittur að teignum áður en hann tók eftir því að Jose Sa stóð of framarlega og kláraði snyrtilega yfir hann. Harvey Elliott 🤝 Scoring FA Cup bangersThe @LFC youngster spots the keeper off his line and bags a beauty 😮💨#EmiratesFACup pic.twitter.com/nzq661Hico— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2023 Bæði lið fengu nokkur hálffæri til að bæta við mörkum, en þetta reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur Liverpool sem er á leið í fjóðru umferð FA-bikarsins þar sem Brighton verður andstæðingur þeirra. Úrslit kvöldsins Forest Green 1-2 Birmingham Swansea 1-2 Bristol City (eftir framlengingu) Wigan 1-2 Luton West Brom 4-0 Chesterfield Enski boltinn
Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins er Liverpool tryggði sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins með 1-0 útisigri gegn Wolves í kvöld. Liðin mættust fyrir tíu dögum og gerðu þá 2-2 jafntefli á Anfield og því þurftu þau að mætast á nýjan leik í kvöld til að skera úr um hvort þeirra kæmist í fjórðu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims. Það var nokkuð skrautleg byrjun á leiknum þegar Adama Traore var við það að senda boltann inn á teig utan af hægri kanti eftir rúmlega 30 sekúndna leik, en í þann mund sem hann ætlaði að senda boltann slökknuðu öll ljós á vellinum og fáir, ef einhverjir, sem sáu hvar sendingin endaði. The lights went out just before Adama Traoré whipped in this cross against Liverpool. The magic of the FA Cup 😅 pic.twitter.com/KV6tSzTHei— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2023 Þetta urðu sem betur fer einu tæknilegu örðuleikar kvöldsins og leikurinn hélt áfram sinn vanagang. Það tók gestina í Liverpool ekki nema tæpar 13 mínútur að brjóta ísinn þegar Harvey Elliott boltann á miðlínunni og fékk að hlaupa óáreittur að teignum áður en hann tók eftir því að Jose Sa stóð of framarlega og kláraði snyrtilega yfir hann. Harvey Elliott 🤝 Scoring FA Cup bangersThe @LFC youngster spots the keeper off his line and bags a beauty 😮💨#EmiratesFACup pic.twitter.com/nzq661Hico— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2023 Bæði lið fengu nokkur hálffæri til að bæta við mörkum, en þetta reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur Liverpool sem er á leið í fjóðru umferð FA-bikarsins þar sem Brighton verður andstæðingur þeirra. Úrslit kvöldsins Forest Green 1-2 Birmingham Swansea 1-2 Bristol City (eftir framlengingu) Wigan 1-2 Luton West Brom 4-0 Chesterfield
Forest Green 1-2 Birmingham Swansea 1-2 Bristol City (eftir framlengingu) Wigan 1-2 Luton West Brom 4-0 Chesterfield
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti