Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 14:33 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir vatnavexri undir brúnni vegna framkvæmdananna og því hefur verið ákveði' að rjúfa veginn við brúnna. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt. Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt.
Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira