Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 15:05 Fastagestir í Vesturbæjarlaug í Reykjavík verða að baða sig annars staðar á morgun. Vísir/Vilhelm Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“ Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“
Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira