Tottenham gerði erkifjendunum engan greiða og kastaði forystunni frá sér 19. janúar 2023 21:53 Manchester City vann afar mikilvægan sigur í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu gríðarlega mikilvægan 4-2 endurkomusigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham skoraði tvö mörk í lok fyrri hálfleiks, en kastaði forystunni frá sér í upphafi þess síðari. Þrátt fyrir að hafa nokkuð góða stjórn á leiknum lengst af í fyrri hálfleik áttu heimamenn í City í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur. Englandsmeistararnir áttu aðeins eitt skot á markið í öllum fyrri hálfleiknum og það stefndi í að staðan yrði markalaus þegar flautað yrði til hálfleiks. Gegn gangi leiksins tókst gestunum í Tottenham þó að brjóta ísinn á 44. mínútu þegar þeir nýttu sér slæma sendingu frá Ederson í marki heimamanna og Dejan Kulusevski kom liðinu í forystu. Aðeins rétt tæpum þremur mínútum síðar skoruðu gestirnir svo annað mark leiksins þegar Ederson varði fast skot frá Harry Kane, en boltinn féll fyrir Emerson Royal sem skallaði boltann í autt netið og staðan því 2-0, Tottenham í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn voru þó ekki á þeim buxunum að fara að kasta inn hvíta handklæðinu og Julian Alvares minnkaði muninn fyrir City á 51. mínútu. Aðeins mínútu síðar var norksa markamaskínan Erling Braut Haaland búinn að jafna metin og á 63. mínútu kom Riyad Mahrez liðinu yfir með föstu skoti á nærhornið þar sem Hugo Lloris hefði líklega átt að gera betur í marki gestanna. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn á ný. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum og heimamenn nýttu sér eitt slíkt þegar Clement Lenglet gerðist sekur um slæm mistök í vörn gestanna og Riyad Mahrez skoraði annað mark sitt og fjórða mark City. Englandsmeistararnir eru nú með 42 stig eftir 19 leiki, fimm stigum á eftir erkifjendum Tottenham í Arsenal sem tróna á toppnum og eiga einn leik til góða. Tottenham situr hins vegar í fimmta sæti með 33 stig eftir 20 leiki og eru við það að stimpla sig út úr baráttunni um Meistaradeildarsæti. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu gríðarlega mikilvægan 4-2 endurkomusigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham skoraði tvö mörk í lok fyrri hálfleiks, en kastaði forystunni frá sér í upphafi þess síðari. Þrátt fyrir að hafa nokkuð góða stjórn á leiknum lengst af í fyrri hálfleik áttu heimamenn í City í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur. Englandsmeistararnir áttu aðeins eitt skot á markið í öllum fyrri hálfleiknum og það stefndi í að staðan yrði markalaus þegar flautað yrði til hálfleiks. Gegn gangi leiksins tókst gestunum í Tottenham þó að brjóta ísinn á 44. mínútu þegar þeir nýttu sér slæma sendingu frá Ederson í marki heimamanna og Dejan Kulusevski kom liðinu í forystu. Aðeins rétt tæpum þremur mínútum síðar skoruðu gestirnir svo annað mark leiksins þegar Ederson varði fast skot frá Harry Kane, en boltinn féll fyrir Emerson Royal sem skallaði boltann í autt netið og staðan því 2-0, Tottenham í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn voru þó ekki á þeim buxunum að fara að kasta inn hvíta handklæðinu og Julian Alvares minnkaði muninn fyrir City á 51. mínútu. Aðeins mínútu síðar var norksa markamaskínan Erling Braut Haaland búinn að jafna metin og á 63. mínútu kom Riyad Mahrez liðinu yfir með föstu skoti á nærhornið þar sem Hugo Lloris hefði líklega átt að gera betur í marki gestanna. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn á ný. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum og heimamenn nýttu sér eitt slíkt þegar Clement Lenglet gerðist sekur um slæm mistök í vörn gestanna og Riyad Mahrez skoraði annað mark sitt og fjórða mark City. Englandsmeistararnir eru nú með 42 stig eftir 19 leiki, fimm stigum á eftir erkifjendum Tottenham í Arsenal sem tróna á toppnum og eiga einn leik til góða. Tottenham situr hins vegar í fimmta sæti með 33 stig eftir 20 leiki og eru við það að stimpla sig út úr baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti