Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði Snorri Másson skrifar 20. janúar 2023 09:01 „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum. Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum.
Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“