Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2023 21:30 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að engin teljandi vandræði hafi komið upp á á Suðurland í dag vegna rigninga og hlýinda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. Steinar Guðjónsson flugmaður á Selfossi flaug yfir Ölfusá í gær og tók þá þessar flottu myndir en á þeim sést að mjög mikill ís er í ánni og er það í raun mat heimamanna að hann hafi ekki verið jafn mikill í a.m.k. 50 ár. Það hafði þó ekki áhrif á rennslið í dag, áin var ekkert ólík sjálfri sér. „Eins og þú sérð þá rennur nokkuð ljúft um Ölfusá hérna fyrir ofan okkur og ekki mikill ís að koma fram. Ég hef ekki heyrt af því að það sé að flæða upp á bakka í Hvítá og er á meðan er. Það væri ánægjulegt ef þetta gengi svona út þennan hlýindakafla og að það myndi losna um ís í ánum bara í rólegheitum,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Oddur segir að ekkert markvert hafi komið inn á borð lögreglu í dag, sem tengist veðrinu og rigningunni. „Við vitum ekki um teljandi vandræði. Ég veit að Brunavarnir Árnessýslu hafa farið í þrjú verkefni núna eftir hádegið þar sem er minni háttar vatnstjón, þar sem ekki hefur verið hreinsað frá niðurföllum en að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel,” bætir Oddur við. Starfsmenn Árborgar að setja salt í eitt af fjölmörgum niðurföllum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En var ekki bara veðrið miklu betra en menn áttu von á og það rigndi miklu minna en reiknað var með eða hvað? „Þetta er nú þannig að þetta er náttúran, sem við erum að eiga við og við ráðum illa við hana ef hún fer í ham,” segir Oddur. Árborg Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Steinar Guðjónsson flugmaður á Selfossi flaug yfir Ölfusá í gær og tók þá þessar flottu myndir en á þeim sést að mjög mikill ís er í ánni og er það í raun mat heimamanna að hann hafi ekki verið jafn mikill í a.m.k. 50 ár. Það hafði þó ekki áhrif á rennslið í dag, áin var ekkert ólík sjálfri sér. „Eins og þú sérð þá rennur nokkuð ljúft um Ölfusá hérna fyrir ofan okkur og ekki mikill ís að koma fram. Ég hef ekki heyrt af því að það sé að flæða upp á bakka í Hvítá og er á meðan er. Það væri ánægjulegt ef þetta gengi svona út þennan hlýindakafla og að það myndi losna um ís í ánum bara í rólegheitum,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Oddur segir að ekkert markvert hafi komið inn á borð lögreglu í dag, sem tengist veðrinu og rigningunni. „Við vitum ekki um teljandi vandræði. Ég veit að Brunavarnir Árnessýslu hafa farið í þrjú verkefni núna eftir hádegið þar sem er minni háttar vatnstjón, þar sem ekki hefur verið hreinsað frá niðurföllum en að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel,” bætir Oddur við. Starfsmenn Árborgar að setja salt í eitt af fjölmörgum niðurföllum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En var ekki bara veðrið miklu betra en menn áttu von á og það rigndi miklu minna en reiknað var með eða hvað? „Þetta er nú þannig að þetta er náttúran, sem við erum að eiga við og við ráðum illa við hana ef hún fer í ham,” segir Oddur.
Árborg Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira