Manchester United vill fá Kane í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 11:31 Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Michael Regan/Getty Images Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira