Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 11:00 Veðurstofa Íslands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin Veður Færð á vegum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin
Veður Færð á vegum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira