Gekk matarlaus og svefnlaus að Machu Picchu vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 23:19 Inga Björk Sólnes rétt komst til Machu Picchu áður en svæðinu var lokað. Aðsend Machu Picchu, einum vinsælasta ferðamannastað Perú, var lokað um helgina vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Íslendingur í Perú segir mótmælin hafa víðtæk áhrif og ljóst að mikill ójöfnuður ríki í landinu. Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“ Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“
Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12
Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16