Zinchenko: Nú hlær enginn lengur að titildraumum Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 14:31 Oleksandr Zinchenko fagnar sigurmarki Eddie Nketiah í sigri Arsenal á Manchester United um síðustu helgi. Getty/Stuart MacFarlane Oleksandr Zinchenko þekkir það vel að verða enskur meistari en hann kom til Arsenal í sumar eftir að hafa unnið enska titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Manchester City. Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira