Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 12:22 Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira