Björnsen tók ábyrgð eftir grátlegt tap Norðmanna: Ég var sá seki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:30 Kristian Björnsen átti annars góðan leik og var markahæstur Norðmanna með níu mörk úr tíu skotum. AP/Piotr Hawalej Norska handboltalandsliðið missti af undanúrslitum HM í handbolta á grátlegan hátt í gærkvöldi þegar þeir hentu frá sér sigrinum í lokin. Spánverjar unnu að lokum eftir tvíframlengdan leik. Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira