Sérfræðinga sem hafa látið sig rafbyssur varða greinir á um hvort vopnin eru banvæn eða ekki. Fyrir þessu eru að minnast kosti tvær ástæður; vísindasiðareglur gera rannsóknir ómögulegar og þá hefur reynst erfitt að rekja dauðsföll í kjölfar rafbyssuskots til einnar afmarkaðrar orsakar. Samkvæmt umfangsmikilli umfjöllun Reuters frá árinu 2017, létust yfir þúsund manns í kjölfar rafbyssuskots í Bandaríkjunum á um það bil fimmtán ára tímabili. Í níu af hverjum tíu tilvikum var viðkomandi óvopnaður. Fréttamenn Reuters tókst að grafa upp 712 krufningaskýrslur í tengslum við rannsókn sína en í 153 tilvikum hafði réttarmeinafræðingur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssuskotið hefði verið orsök eða ein af orsökum andláts viðkomandi. Þegar rafbyssuskotið var ekki metið þáttur í dauðsfallinu, var það yfirleitt rakið til hjartasjúkdóms eða annarra veikinda, eiturlyfjanotkunar eða slyss. Fyrirtækið Axon Enterprise, áður Taser International, sem er einn stærsti framleiðandi rafbyssa í heiminum og ráðandi á bandaríska markaðnum, hafði árið 2017 aðeins viðurkennt 24 dauðsföll af völdum rafvopnanna. Þar af sagði fyrirtækið átján mega rekja til höfuð- eða hálsáverka eftir fall í kjölfar rafbyssuskots og sex til eldblossa þegar hleypt var af vopninu. Eins og að fá sinadrátt um allan líkamann Þegar hleypt er af rafbyssu skjótast tvær örvar úr byssunni, sem eru tengdar vopninu með vírþráðum. Um þá fer rafstraumur sem á að lama þolandann tímabundið og gera honum ófært að valda sjálfum sér og öðrum skaða. „Skotið varð til þess að líkaminn fór allur í lás og sársaukinn er á við sinadrátt sem nær til allra vöðva líkamans,“ sagði lögreglumaðurinn Tiana Broos í dómsal um áhrif þess að verða fyrir rafbyssuskoti. „Mér leið eins og ég væri að kafna,“ bætti hún við. Það virðist skipta sköpum að lögreglumenn átti sig á því hversu hættulegar byssurnar geta verið.Getty Sjálfstæðar rannsóknir hafa sýnt að rafbyssur geta verið gagnlegar til að draga úr meiðslum hjá lögreglu og þeim sem byssurnar eru notaðar á. Þá eiga þær að vera tiltölulega öruggar þegar þeim er beitt á réttan hátt, það er að segja miðað á rétt svæði og rafstuð gefið sjaldan og í stuttan tíma í senn. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa að minnsta kosti 442 mál tengd notkun rafbyssa verið höfðuð í Bandaríkjunum, flest gegn lögreglu- og staðaryfirvöldum. Fyrst eftir aldamótin var Axon, sem þá kallaðist Taser, meðal varnaraðila, eða í samtals 128 málum. Árið 2009, eftir að umfjöllun um mögulega banvænum áhrifum rafbyssana á hjartað, breytti fyrirtækið hins vegar leiðbeiningum sínum og fór að vara lögreglu við því að skjóta rafhlöðnum örvunum í brjóstkassa fólks. Þegar Reuters birti umfjöllun sína hafði Axon aðeins verið nefnt til sögunnar í fimm málum í kjölfar breytinganna. „Datt ekki í hug að krakkinn myndi deyja“ Til eru dæmi um að einstaklingar hafi látið lífið eftir „rétta“ notkun en mun fleiri dæmi eru um að fólk láti lífið eftir að hafa fengið í sig straum oft og í langan tíma í senn. Reuters nefnir tvennt sem hefur átt þátt í því að fjölga dauðsföllum; það að lögreglumenn geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að rafbyssurnar geti drepið og tíðar breytingar Axon á notkunarleiðbeiningum, sem hafa breyst mikið á síðustu árum, að því er virðist til að firra fyrirtækið ábyrgð. Notkun rafbyssa Rafbyssur eru öðrum þræði ætlaðar sem fælingarvopn og tölur sýna að oftast dugir lögreglumönnum að draga upp vopnið til að draga úr spennu. Talað er um sjö notkunarmöguleika: Vopnið dregið upp - Segir sig sjálft. Vopninu miðað - Segir sig sjálft. Vopnið prófað - Sýnilegum straumi hleypt á milli örvanna. Kveikt á miðinu - Rauður punktur verður sýnilegur þar sem vopninu er miðað. Hleypt af - Örvunum skotið að skotmarkinu. Stuðað - Vopnið borið að líkama og rafstuð gefið án þess að hleypt sé af. Hleypt af og stuðað - Önnur eða báðar örvar hitta skotmarkið en byssunni er einnig haldið að líkamanum til að ná tilætluðum árangri. Árið 2011 skaut lögreglumaðurinn Richard Haas hinn 18 ára Everette Howard með rafbyssu. Útkall hafði borist vegna árásar en á sama tíma og Haas miðaði vopninu að ungmennahóp á hlaupum kom Howard aftan að honum og virðist Haas hafa skotið hann fyrir misskilning. Howard fékk aðra raförina fyrir neðan vinstra brjóstið og hina í mittið. Hann féll niður og var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. „Í mínum villtustu draumum datt mér ekki í hug að krakkinn myndi deyja,“ sagði Haas, sem var leiðbeinandi í notkun rafbyssa, við Reuters. Fjölskylda Howard höfðaði mál og gerði sátt við lögregluna um greiðslu tveggja milljóna dala í skaðabætur, á grundvelli þess að Haas hefði ekki farið eftir leiðbeiningum um að skjóta ekki á brjóstkassann. Haas sagðist sjálfur hafa miðað á beltislínu Howard og vitnaði í umsagnir Axon um rafbyssuna; að það væri „óbanvænt vopn“. Samkvæmt umfjöllun Reuters átti þetta hins vegar ekki við eftir fyrsta áratug nýrrar aldar, þar sem Axon hafði breytt umsögninni í „minna banvænt“. Margar aðrar viðvaranir fylgdu í kjölfarið og voru menn meðal annars varaðir við því að beita vopnum fyrirtækisins á gamla, unga, viðkvæma, fólk í annarlegu ástandi og einstaklinga með alls konar kvilla. Reuters hefur eftir Ed Davis, sem var lögreglustjóri í Boston árin 2006 til 2013, að þessar tíðu reglubreytingar hafi orðið til þess að hann tók þá ákvörðun að láta lögreglumenn ekki bera rafbyssur. Viðvaranirnar „gerðu vopnin ópratísk og mörg okkar fengu það á tilfinninguna að það væri ekki verið að segja okkur alla söguna,“ sagði Davis. Hjartastopp í kjölfar rafbyssuskots Reuters hefur haldið áfram að fylgjast með dauðsföllum í kjölfar rafbyssuskota og árið 2018 létu að minnsta kosti 49 lífið í Bandaríkjunum eftir að hafa verið gefinn straumur með rafbyssu. Eins og áður virðast mörg fórnarlambanna hafa verið mjög ung, mjög gömul, í neyslu eða átt við geðræn vandamál að stríða. Aukin fræðsla virðist vera lykilþáttur í að draga úr dauðsföllum en árið 2018 sagði Chuck Wexler, framkvæmdastjóri hugveitunnar Police Executive Research Forum, að margir lögreglumenn væru enn ómeðvitaðir um hættuna á að beita rafbyssum gegn viðkvæmum einstaklingum. Fjöldi lögregluembætti í Bandaríkjunum hefur það til skoðunar að takmarka notkun rafbyssa eða hefur þegar dregið úr notkun þeirra. Axon framkvæmir eigin rannsóknir og auglýsir eftir sjálfboðaliðum í prófanir undir eftirliti lækna. Sjálfboðaliðarnir fá rafvopn að launum.Mynd/Axon Eins og fyrr segir hefur reynst erfitt að gera rannsóknir á rafbyssum þar sem það þykir ekki forsvaranlegt að skjóta fólk í bringuna og gefa því raflost í þeim tilgangi að athuga hvort það felur í sér áhættu. Í umfjöllunum um rafbyssur er hins vegar oft vitnað í niðurstöður rannsókna við Indiana University School of Medicine sem birtist í fræðiritinu Circulation árið 2012. Þar var gögnum safnað um átta fullorðna karlmenn sem höfðu misst meðvitund í kjölfar þess að vera skotnir með rafbyssunni Taser X26. Sjö létust en einn glímdi við minnistap. Sumir mannanna höfðu neytt áfengis áður en þeir fengu rafstuð og/eða þjáðust af hjartasjúkdóm, sem var ómögulegt fyrir lögregluna að vita. Allir fóru í hjartastopp við að vera skotnir með rafbyssu. Douglas P. Zipes, höfundur rannsóknarinnar, sagði tilgang hennar ekki að fordæma notkun rafbyssa en að menn þyrftu að taka upplýsta ákvörðun. „Lögregla og aðrir sem nota rafbyssur verða að gera sér grein fyrir því að hjartastopp getur átt sér stað, óháð tíðni, og að þær verður að nota sparlega. Og að fylgjast þarf vel með meðvitundarlausum einstaklingum og endurlífga ef nauðsyn krefur,“ sagði Zipes. Sagði hann rafstrauminn geta „fangað hjartsláttinn“ og gripið inn í eðlilegan takt hjartans. Segir ekki horft til Bandaríkjanna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að horft hafi verið til nágrannaþjóðanna, ekki Bandaríkjanna, hvað verðar regluverk um notkun rafbyssa. Þá segir hann ákvörðunina um að heimila lögreglu að nota rafvopn hafa verið byggða á gögnum um slys á lögreglumönnum og skýrslum erlendis frá. Fréttastofa hefur óskað eftir því að fá afrit af umræddum gögnum. Kaup á rafbyssum mun að öllum líkindum fara í útboð og þá hefur ítrekað komið fram að lögreglumenn muni fá þjálfun áður en þeir fá vopnin afhent. Það liggur hins vegar ekki fyrir á hvaða leiðbeiningum verður byggt en í Bandaríkjunum hefur þjálfunin verið sótt til Axon. Í nýútgefnum reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, þar sem kveðið er á um heimildir lögreglu til að nota rafbyssur, segir að hafa skuli í huga að þegar „rafvarnarvopni“ sé beitt verði að hafa í huga að viðkomandi muni mögulega falla niður. Þá segir að ekki megi nota rafvarnarvopn gegn þeim sem er í áberandi slæmu líkamlegu ástandi né gegn konum sem eru augljóslega þungaðar. Þá skuli færa einstaklinga til læknisskoðunar „ef ástæða þykir til“. Ríkislögreglustjóra er gert að setja nánari verklagsreglur um notkun vopnanna, sem gætu meðal annars kveðið á um að þeir sem skotnir eru með rafbyssu verði í öllum tilvikum færðir til læknisskoðunar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Reuters frá 2017. Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Samkvæmt umfangsmikilli umfjöllun Reuters frá árinu 2017, létust yfir þúsund manns í kjölfar rafbyssuskots í Bandaríkjunum á um það bil fimmtán ára tímabili. Í níu af hverjum tíu tilvikum var viðkomandi óvopnaður. Fréttamenn Reuters tókst að grafa upp 712 krufningaskýrslur í tengslum við rannsókn sína en í 153 tilvikum hafði réttarmeinafræðingur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssuskotið hefði verið orsök eða ein af orsökum andláts viðkomandi. Þegar rafbyssuskotið var ekki metið þáttur í dauðsfallinu, var það yfirleitt rakið til hjartasjúkdóms eða annarra veikinda, eiturlyfjanotkunar eða slyss. Fyrirtækið Axon Enterprise, áður Taser International, sem er einn stærsti framleiðandi rafbyssa í heiminum og ráðandi á bandaríska markaðnum, hafði árið 2017 aðeins viðurkennt 24 dauðsföll af völdum rafvopnanna. Þar af sagði fyrirtækið átján mega rekja til höfuð- eða hálsáverka eftir fall í kjölfar rafbyssuskots og sex til eldblossa þegar hleypt var af vopninu. Eins og að fá sinadrátt um allan líkamann Þegar hleypt er af rafbyssu skjótast tvær örvar úr byssunni, sem eru tengdar vopninu með vírþráðum. Um þá fer rafstraumur sem á að lama þolandann tímabundið og gera honum ófært að valda sjálfum sér og öðrum skaða. „Skotið varð til þess að líkaminn fór allur í lás og sársaukinn er á við sinadrátt sem nær til allra vöðva líkamans,“ sagði lögreglumaðurinn Tiana Broos í dómsal um áhrif þess að verða fyrir rafbyssuskoti. „Mér leið eins og ég væri að kafna,“ bætti hún við. Það virðist skipta sköpum að lögreglumenn átti sig á því hversu hættulegar byssurnar geta verið.Getty Sjálfstæðar rannsóknir hafa sýnt að rafbyssur geta verið gagnlegar til að draga úr meiðslum hjá lögreglu og þeim sem byssurnar eru notaðar á. Þá eiga þær að vera tiltölulega öruggar þegar þeim er beitt á réttan hátt, það er að segja miðað á rétt svæði og rafstuð gefið sjaldan og í stuttan tíma í senn. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa að minnsta kosti 442 mál tengd notkun rafbyssa verið höfðuð í Bandaríkjunum, flest gegn lögreglu- og staðaryfirvöldum. Fyrst eftir aldamótin var Axon, sem þá kallaðist Taser, meðal varnaraðila, eða í samtals 128 málum. Árið 2009, eftir að umfjöllun um mögulega banvænum áhrifum rafbyssana á hjartað, breytti fyrirtækið hins vegar leiðbeiningum sínum og fór að vara lögreglu við því að skjóta rafhlöðnum örvunum í brjóstkassa fólks. Þegar Reuters birti umfjöllun sína hafði Axon aðeins verið nefnt til sögunnar í fimm málum í kjölfar breytinganna. „Datt ekki í hug að krakkinn myndi deyja“ Til eru dæmi um að einstaklingar hafi látið lífið eftir „rétta“ notkun en mun fleiri dæmi eru um að fólk láti lífið eftir að hafa fengið í sig straum oft og í langan tíma í senn. Reuters nefnir tvennt sem hefur átt þátt í því að fjölga dauðsföllum; það að lögreglumenn geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að rafbyssurnar geti drepið og tíðar breytingar Axon á notkunarleiðbeiningum, sem hafa breyst mikið á síðustu árum, að því er virðist til að firra fyrirtækið ábyrgð. Notkun rafbyssa Rafbyssur eru öðrum þræði ætlaðar sem fælingarvopn og tölur sýna að oftast dugir lögreglumönnum að draga upp vopnið til að draga úr spennu. Talað er um sjö notkunarmöguleika: Vopnið dregið upp - Segir sig sjálft. Vopninu miðað - Segir sig sjálft. Vopnið prófað - Sýnilegum straumi hleypt á milli örvanna. Kveikt á miðinu - Rauður punktur verður sýnilegur þar sem vopninu er miðað. Hleypt af - Örvunum skotið að skotmarkinu. Stuðað - Vopnið borið að líkama og rafstuð gefið án þess að hleypt sé af. Hleypt af og stuðað - Önnur eða báðar örvar hitta skotmarkið en byssunni er einnig haldið að líkamanum til að ná tilætluðum árangri. Árið 2011 skaut lögreglumaðurinn Richard Haas hinn 18 ára Everette Howard með rafbyssu. Útkall hafði borist vegna árásar en á sama tíma og Haas miðaði vopninu að ungmennahóp á hlaupum kom Howard aftan að honum og virðist Haas hafa skotið hann fyrir misskilning. Howard fékk aðra raförina fyrir neðan vinstra brjóstið og hina í mittið. Hann féll niður og var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. „Í mínum villtustu draumum datt mér ekki í hug að krakkinn myndi deyja,“ sagði Haas, sem var leiðbeinandi í notkun rafbyssa, við Reuters. Fjölskylda Howard höfðaði mál og gerði sátt við lögregluna um greiðslu tveggja milljóna dala í skaðabætur, á grundvelli þess að Haas hefði ekki farið eftir leiðbeiningum um að skjóta ekki á brjóstkassann. Haas sagðist sjálfur hafa miðað á beltislínu Howard og vitnaði í umsagnir Axon um rafbyssuna; að það væri „óbanvænt vopn“. Samkvæmt umfjöllun Reuters átti þetta hins vegar ekki við eftir fyrsta áratug nýrrar aldar, þar sem Axon hafði breytt umsögninni í „minna banvænt“. Margar aðrar viðvaranir fylgdu í kjölfarið og voru menn meðal annars varaðir við því að beita vopnum fyrirtækisins á gamla, unga, viðkvæma, fólk í annarlegu ástandi og einstaklinga með alls konar kvilla. Reuters hefur eftir Ed Davis, sem var lögreglustjóri í Boston árin 2006 til 2013, að þessar tíðu reglubreytingar hafi orðið til þess að hann tók þá ákvörðun að láta lögreglumenn ekki bera rafbyssur. Viðvaranirnar „gerðu vopnin ópratísk og mörg okkar fengu það á tilfinninguna að það væri ekki verið að segja okkur alla söguna,“ sagði Davis. Hjartastopp í kjölfar rafbyssuskots Reuters hefur haldið áfram að fylgjast með dauðsföllum í kjölfar rafbyssuskota og árið 2018 létu að minnsta kosti 49 lífið í Bandaríkjunum eftir að hafa verið gefinn straumur með rafbyssu. Eins og áður virðast mörg fórnarlambanna hafa verið mjög ung, mjög gömul, í neyslu eða átt við geðræn vandamál að stríða. Aukin fræðsla virðist vera lykilþáttur í að draga úr dauðsföllum en árið 2018 sagði Chuck Wexler, framkvæmdastjóri hugveitunnar Police Executive Research Forum, að margir lögreglumenn væru enn ómeðvitaðir um hættuna á að beita rafbyssum gegn viðkvæmum einstaklingum. Fjöldi lögregluembætti í Bandaríkjunum hefur það til skoðunar að takmarka notkun rafbyssa eða hefur þegar dregið úr notkun þeirra. Axon framkvæmir eigin rannsóknir og auglýsir eftir sjálfboðaliðum í prófanir undir eftirliti lækna. Sjálfboðaliðarnir fá rafvopn að launum.Mynd/Axon Eins og fyrr segir hefur reynst erfitt að gera rannsóknir á rafbyssum þar sem það þykir ekki forsvaranlegt að skjóta fólk í bringuna og gefa því raflost í þeim tilgangi að athuga hvort það felur í sér áhættu. Í umfjöllunum um rafbyssur er hins vegar oft vitnað í niðurstöður rannsókna við Indiana University School of Medicine sem birtist í fræðiritinu Circulation árið 2012. Þar var gögnum safnað um átta fullorðna karlmenn sem höfðu misst meðvitund í kjölfar þess að vera skotnir með rafbyssunni Taser X26. Sjö létust en einn glímdi við minnistap. Sumir mannanna höfðu neytt áfengis áður en þeir fengu rafstuð og/eða þjáðust af hjartasjúkdóm, sem var ómögulegt fyrir lögregluna að vita. Allir fóru í hjartastopp við að vera skotnir með rafbyssu. Douglas P. Zipes, höfundur rannsóknarinnar, sagði tilgang hennar ekki að fordæma notkun rafbyssa en að menn þyrftu að taka upplýsta ákvörðun. „Lögregla og aðrir sem nota rafbyssur verða að gera sér grein fyrir því að hjartastopp getur átt sér stað, óháð tíðni, og að þær verður að nota sparlega. Og að fylgjast þarf vel með meðvitundarlausum einstaklingum og endurlífga ef nauðsyn krefur,“ sagði Zipes. Sagði hann rafstrauminn geta „fangað hjartsláttinn“ og gripið inn í eðlilegan takt hjartans. Segir ekki horft til Bandaríkjanna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að horft hafi verið til nágrannaþjóðanna, ekki Bandaríkjanna, hvað verðar regluverk um notkun rafbyssa. Þá segir hann ákvörðunina um að heimila lögreglu að nota rafvopn hafa verið byggða á gögnum um slys á lögreglumönnum og skýrslum erlendis frá. Fréttastofa hefur óskað eftir því að fá afrit af umræddum gögnum. Kaup á rafbyssum mun að öllum líkindum fara í útboð og þá hefur ítrekað komið fram að lögreglumenn muni fá þjálfun áður en þeir fá vopnin afhent. Það liggur hins vegar ekki fyrir á hvaða leiðbeiningum verður byggt en í Bandaríkjunum hefur þjálfunin verið sótt til Axon. Í nýútgefnum reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, þar sem kveðið er á um heimildir lögreglu til að nota rafbyssur, segir að hafa skuli í huga að þegar „rafvarnarvopni“ sé beitt verði að hafa í huga að viðkomandi muni mögulega falla niður. Þá segir að ekki megi nota rafvarnarvopn gegn þeim sem er í áberandi slæmu líkamlegu ástandi né gegn konum sem eru augljóslega þungaðar. Þá skuli færa einstaklinga til læknisskoðunar „ef ástæða þykir til“. Ríkislögreglustjóra er gert að setja nánari verklagsreglur um notkun vopnanna, sem gætu meðal annars kveðið á um að þeir sem skotnir eru með rafbyssu verði í öllum tilvikum færðir til læknisskoðunar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Reuters frá 2017.
Notkun rafbyssa Rafbyssur eru öðrum þræði ætlaðar sem fælingarvopn og tölur sýna að oftast dugir lögreglumönnum að draga upp vopnið til að draga úr spennu. Talað er um sjö notkunarmöguleika: Vopnið dregið upp - Segir sig sjálft. Vopninu miðað - Segir sig sjálft. Vopnið prófað - Sýnilegum straumi hleypt á milli örvanna. Kveikt á miðinu - Rauður punktur verður sýnilegur þar sem vopninu er miðað. Hleypt af - Örvunum skotið að skotmarkinu. Stuðað - Vopnið borið að líkama og rafstuð gefið án þess að hleypt sé af. Hleypt af og stuðað - Önnur eða báðar örvar hitta skotmarkið en byssunni er einnig haldið að líkamanum til að ná tilætluðum árangri.