Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2023 10:23 Fata og eigendur hennar, kúabændurnir í Gunnbjarnarholti, Arnar Bjarni og Berglind. Magnús Hlynur Hreiðarsson Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira