„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. janúar 2023 19:48 Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan. Lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Elfar Steinn Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27