Hæstiréttur hafnar beiðni aðgerðarsinna Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 10:42 Elínborg Harpa í Landsrétti í nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot. Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22