Galdurinn að langlífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 20:52 Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða. Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“ Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“
Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira