„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Snorri Másson skrifar 30. janúar 2023 08:46 Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira