Veðrið versni mjög eftir hádegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 29. janúar 2023 23:01 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að gera megi ráð fyrir lokunum á vegum. Vísir/SteingrímurDúi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49