Dyche skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Everton. Hann stýrir liðinu í fyrsta sinn þegar það tekur á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, á laugardaginn.
We can confirm the appointment of Sean Dyche as our new Men s Senior Team Manager!#EFC
— Everton (@Everton) January 30, 2023
Dyche hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Burnley í apríl síðastliðnum. Hann stýrði liðinu í áratug með góðum árangri. Undir stjórn Dyches náði Burnley meðal annars Evrópusæti.
Dyche hefur verk að vinna hjá Everton enda liðið í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.