Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 31. janúar 2023 06:48 Björgunarsveit að störfum í gær. Mynd/Landsbjörg Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn. Veður Færð á vegum Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn.
Veður Færð á vegum Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira