Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:01 Livio í Noregi vill flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. Mynd/ Getty. Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira