Messi útilokar ekki að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Frakklandi í úrslitaleiknum á HM í Katar. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi ætlaði að kveðja argentínska landsliðsins á HM í Katar en það breyttist mikið eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið. Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira