Potter þvertekur fyrir ósætti við Aubameyang: „Pierre var bara óheppinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:01 Pierre Emerick-Aubameyang er ekki í Meistaradeildarhópi Chelsea en Potter býst þó ekki við vandræðum af hálfu Aubameyang. Vísir/Getty Graham Potter þjálfari Chelsea viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Pierre Emerick-Aubameyang eftir fyrir utan Meistaradeildarhóp Chelsea það sem eftir lifir tímabils. Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira