Finnur Beck verður næstur á dagskrá. en hann er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri Samorku. Finnur hefur ákveðnar skoðanir á uppbyggingu og framtíð orkukerfisins á Íslandi, hlutverki vindorkunnar og átökunum á milli nýtingar- og verndarsinna.
Um og upp úr klukkan 11 mætir svo Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Óþarfi að fara mörgum orðum um þá baráttu sem hún stendur enda á allra vitorði en um leið er ljóst að um hana og gjörðir forystu Eflingar eru gríðarlega skiptar skoðanir. Hvað næst í þeirri deilu sem nú stendur yfir milli SA og Eflingar?
Í lok þáttar mæta svo alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, við ræðum söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar sem ekkert verður úr, pólitísk áhrif þess máls og fleiri hitamál, þar með talið skýrsluna um Lindarhvol sem enginn má sjá.