Gerrard yrði loksins enskur meistari ef enska deildin færi ítölsku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool en hann lék 504 deildarleiki og samtals í sautján ár með félaginu án þess að verða enskur meistari. Getty/Shaun Botterill Á Ítalíu hafa félögin misst titlana sína þegar þau hafa brotið reglur með gróflegum hætti. Nú standa öll spjót að Manchester City eftir harðorða yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira