Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 19:51 Satay Nadella, forstjóri Microsoft. Microsoft/Dan DeLong Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu. Hægt verður að ræða við spjallþjarka Microsoft og fá ítarlegri svör en aðgengileg eru í dag.Microsoft Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi. Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér. Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt. Gervigreindartækni Microsoft mun verða aðgengileg í hliðarstiku í vafranum Edge.Microsoft Google kynnti eigin gervigreind Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum. 2/ Bard seeks to combine the breadth of the world's knowledge with the power, intelligence, and creativity of our large language models. It draws on information from the web to provide fresh, high-quality responses. Today we're opening Bard up to trusted external testers. pic.twitter.com/QPy5BcERd6— Sundar Pichai (@sundarpichai) February 6, 2023 Microsoft Google Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu. Hægt verður að ræða við spjallþjarka Microsoft og fá ítarlegri svör en aðgengileg eru í dag.Microsoft Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi. Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér. Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt. Gervigreindartækni Microsoft mun verða aðgengileg í hliðarstiku í vafranum Edge.Microsoft Google kynnti eigin gervigreind Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum. 2/ Bard seeks to combine the breadth of the world's knowledge with the power, intelligence, and creativity of our large language models. It draws on information from the web to provide fresh, high-quality responses. Today we're opening Bard up to trusted external testers. pic.twitter.com/QPy5BcERd6— Sundar Pichai (@sundarpichai) February 6, 2023
Microsoft Google Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34
Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11