Sádarnir halda áfram að koma á óvart í fótboltanum: Veglegur bónus á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Salem Aldawsari fagnar marki á móti Flamengo. Hann hefur heldur betur skapað sér nafn í sigrum á argentínsku landsliði og brasilísku félagsliði á síðustu mánuðum. AP/Mosa'ab Elshamy Al-Hilal er komið í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta fyrst félaga frá Sádí Arabíu. Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það. Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það.
Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira