Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:38 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaforseti utanríkismálanefndar segir að nefndin hafi ekki rætt mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns sérstaklega. Vísir Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. „Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
„Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21