Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 14:45 Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Í einu tilvikinu þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira